Stærstu ferðamistökin á tímum heimsfaraldurs

Ferðalög erlendis munu líta öðruvísi út í sumar. Það þýðir …
Ferðalög erlendis munu líta öðruvísi út í sumar. Það þýðir samt ekki að það sé ekki hægt að ferðast. AFP

Það krefst skipulags og hugsunar að ferðast, og jafnvel enn frekar á tímum heimsfaraldurs. Bæði þarf að fara varlega vegna veirunnar og ekki er hlaupið að því að komast til útlanda með aðeins vegabréfið í vasanum. 

Gleyma reglum heimamanna

Staðan í heimsfaraldrinum er mismunandi eftir löndum og svæðum. Því eru sóttvarnareglur mjög mismunandi eftir löndum. Því er best að vera búinn að lesa sér til um helstu sóttvarnareglur, grímunotkun, nándartakmörk og fjöldatakmarkanir. 

Ekki skipuleggja sig fram í tímann

Það eru allir farnir að þrá að komast út fyrir landsteinana svo það hefur myndast hálfgert kapphlaup til Evrópu að njóta. Það er þó gott að skipuleggja sig aðeins fram í tímann. Þegar það er gert er gott að vera með góða ferðatryggingu og lesa skilmálana vel. Ef ástandið breytist gætirðu þurft að breyta ferðaplönum þínum. 

Gleyma skjölum

Þegar áfangastaður er valinn þarf að skoða hvaða gögn þarf að mæta með til þess einfaldlega að fá að koma inn í landið; skimun, bóluefnavottorð eða PCR-vottorð. Þú þarft að vera með þetta á hreinu. Einstaka hótel gætu líka verið með ákveðnar reglur sem þarf að fylgja, svo skoðaðu það líka. 

Bóka í gegnum þriðja aðila

Það er töluvert erfiðara ef eitthvað fer úrskeiðis að fá endurgreiðslu og leiðréttingu þegar bókað er í gegnum þriðja aðila. Bókaðu beint á vefsíðum viðkomandi ferðaþjónustuaðila þrátt fyrir að þú leitir uppi gott verð í gegnum leitarvélar. Það mun alltaf borga sig á endanum. 

Hunsa stöðu bólusetninga í landinu

Eitt af því sem er gott að fylgjast með er hvernig gengur að bólusetja íbúa á áfangastaðnum. Þótt vel gangi hér heima þýðir það ekki að öll heimsbyggðin sé bólusett.

Búast við því að allt sé orðið eðlilegt

Lífið hérna heima er orðið nokkuð eðlilegt. Það er það ekki úti í hinum stóra heimi. Því er mikilvægt að stilla væntingum sínum í hóf. Þú ert að fara í frí, en það mun ekki verða eins og frí erlendis fyrir heimsfaraldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert