Rúrik við veiði í Langá

Rúrik Gíslason renndi fyrir lax í Langá í gær.
Rúrik Gíslason renndi fyrir lax í Langá í gær. Samsett mynd

Danssnillingurinn og fyrrverandi fótboltakappinn Rúrik Gíslason er kominn heim til Íslands eftir fjölskylduferð á Tenerife. Rúrik skellti sér beint í laxveiði í Langá í góðum hópi.

Langá á Mýrum er gríðarlega vinsæl laxveiðiá og þangað hafa margir lagt leið sína í sumar. Tónlistarmaðurinn og laxveiðiunnandinn Bubbi Morthens var á svæðinu í gær, ekki bara með veiðistöngina heldur líka gítarinn. 

Söng hann og spilaði við árbakkann undir tjaldi og skemmti þeim sem voru með leyfi í ánni í gær. 

Bubbi Morthens greip í gítarinn á bökkum Langár í gær.
Bubbi Morthens greip í gítarinn á bökkum Langár í gær. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka