Regnbogafjallið Brennisteinsalda

Skammt frá Landmannalaugum gnæfir Brennisteinsalda yfir hraun og ferðamenn. Fjallið er áberandi og fallegt og er, eins og nafnið ber með sér, brennisteinsfjall sem útskýrir litina sem flesta má sjá í fallegum regnboga.

Það er viðeigandi að þau sem ákveða að leggja Laugaveginn undir fót skuli þramma fram hjá þessu fallega fjalli að Fjallabaki. Ef þú átt leið um Landmannalaugar en hefur ekki mikinn tíma þá er gönguferð upp á Brennisteinsöldu vel þess virði og tekur ekki of langan tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert