Hið fagra Ásbyrgi

Ef einhver staður á Íslandi er þekktur fyrir veðursæld á góðum sumardegi þá er það Ásbyrgi. Gljúfrið, sem er um 3,5 km djúpt og meira en kílómetri á breidd, er mikilfenglegur staður að heimsækja og skoða. Gönguleiðir eru fjölbreyttar og mismunandi og tjaldsvæðið er framúrskarandi.

Ásbyrgi er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og er kjörið að heimsækja gestastofuna sem þar er og fræðast um svæðið. Það tekur um klukkustund að keyra frá Húsavík í Ásbyrgi og þaðan má síðan keyra hinn endurbætta Dettifossveg og skoða Dettifoss og síðan annaðhvort fara austur á land eða fara í Mývatnssveit og síðan á Akureyri. Hvernig sem þú hyggst eyða tíma þínum í og í kringum Ásbyrgi verðurðu ekki fyrir vonbrigðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert