Instagram vatnið við Tungnaá

Andstæður í náttúrunni heilla alltaf og slíkar andstæður eru vel sjáanlegar í Veiðivötnum. Skyggnisvatn er það vatn sem er vestast af þeim sem flokkast undir Veiðivötn og er gamall gígur sem hefur fyllst af vatni og er nú fullur af bleikju og þykir skemmtilegur veiðistaður.

Það sem gerir Skyggnisvatn myndrænt og eftirlæti erlendra og innlendra ljósmyndara er lögun vatnsins, svarti sandurinn sem féll til sem gjóska er þarna gaus og liturinn á vatninu sem er einstaklega blár og heillandi. Það sem rammar síðan inn rammana sem þarna hafa verið gripnir á stafrænt form er svo hin rjómalitaða Tungnaá sem rennur örlítið inn í vatnið sem eitt og sér er mjög sérstakt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert