Eyja í lausu lofti

Myndir af hlutum sem við sjáum, geta borist til augans …
Myndir af hlutum sem við sjáum, geta borist til augans úr annarri átt en beint frá hlutnum. Ljósmynd/Tanjir Ahmed Chowdhury

Magnaðar sjónhverfingar náðust á myndband í Alaskaríki í Bandaríkjunum á dögunum þegar lítil eyja á Glacier-flóa virðist hreyfast hratt á hafinu. Myndbandið var tekið um borð í bát sem var á siglingu á flóanum.

Útskýring á sjónhverfingunni er hin svokölluðu „fata morgana“-áhrif. Þá valda miklar hitasveiflur sjónvillu. Þetta er flóknasta gerð hillinga og geta komið fram bæði á heitum og köldum svæðum. Fjöll, hús, eyjar og skip í fjarska geta þá virst svífa í lausu lofti yfir sjóndeildarhringnum. 

Höfuðskáld Íslands, Einar Benediktsson lýsir fyrirbærinu fata morgana í kvæði sínu, Hilling (Í Landeyjum) fyrsta erindi þess er svo hljóðandi:

En handan við fljótið, um sólbjart svið

til sjóndeildar tíbráin kvikar.

Svo hefst, eins og landsýn, hafið við

hillingabygging með múra og hlið.

Loftblærinn streymir, stöðvast og hikar,

þar strandlendi himinsins blikar.

Hér er annað dæmi um fata morgana hillingu sem náðist á mynd fyrr á þessu ári. Þar virðist sem stórt flutningaskip svífa yfir hafinu fyrir utan ströndum Cornwall á Bretlandseyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert