Condé Nast Traveller mælir með Demantshringnum

Snekkjan A lónaði í sumar á Skjálfanda úti fyrir Húsavíkurhöfn.
Snekkjan A lónaði í sumar á Skjálfanda úti fyrir Húsavíkurhöfn. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Ferðamiðillinn Condé Nast Traveller eða CNT, mælir með því að ferðamenn sem hyggjast heimsækja Ísland ferðist norður til að upplifa Demantshringinn. CNT birti dögunum umfjöllun þar sem ítarlega er farið yfir ágæti norðursins.

Fyrirsögn greinarinnar er „Hinn íslenski Demantshringur er vegferð fjarri ferðamannafjöldanum“.

CNT er eitt af virtustu ferðamiðlum heims og fjallar um það sem skarar fram úr í ferðamennskunni.

Demantshringinn var formlega opnaður í fyrra þegar gamli vegurinn á milli Ásbyrgis og Dettifoss var loksins bundinn slitlagi. Nafngiftin, Demantshringurinn, er svar Markaðsstofu Norðurlands við hinum sunnlenska Gullna hring.

Dem­ants­hring­ur­inn er 250 kíló­metra lang­ur hring­veg­ur á Norður­landi, sem fer fram­hjá Goðafossi, Mý­vatni, Detti­fossi, Ásbyrgi og Húsa­vík.

Goðafoss er hluti Demantshringsins á Norðurlandi
Goðafoss er hluti Demantshringsins á Norðurlandi
Dimmuborgir við Mývatn eru hluti Demantshringsins.
Dimmuborgir við Mývatn eru hluti Demantshringsins. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert