Atriði sem margir flaska á fyrir ferðalögin

Samantha Brown er á því að besti tíminn til að …
Samantha Brown er á því að besti tíminn til að ferðast sé á næsta leiti, eða í september mánuði ár hvert. mbl.is/Instagram

Samantha Brown, stjórnandi ferðaþáttanna Places To Love á PBS, hugsar ferðalög aðeins öðruvísi en margir aðrir. Sem dæmi um það eru ráðin sem hún gefur fólki tengd heimilinu áður en lagt er af stað í ferðalagið. 

Að hreinsa út úr ísskápnum áður en farið er í ferðalag er mikilvægt að hennar mati. Það gerir heimkomuna léttari og skemmtilegri og þá má líka fylla ísskápinn af girnilegri matvöru frá ferðalaginu, sér í lagi ef farið var á slóðir þar sem góðir ostar, skinkur, krydd og fleira er í boði. 

Annað ráð er að fara út með ruslið og setja uppvöskunarvélina í gang áður en haldið er af stað. Hafa ber í huga að setja raftækin af stað nokkru áður en farið er út svo hægt sé að taka allt úr sambandi. Það léttir á áhyggjum af því hvort kvikni í meðan á ferðalaginu stendur. 

Ef þú setur nýjan sængurfatnað á rúmið áður en þú ferð getur þú gert ráð fyrir því að það verði dásamlegt að koma heim aftur. Það sama á við ef þú manst eftir því að taka þvottinn úr þvottavélinni. Hrein handklæði á baðinu gera líka mikið fyrir upplifunina þegar heim er komið. 

Ef heimilið er skilið eftir ruslaralegt má ætla að fólk finni þörf fyrir að fara út aftur. Það fyllist vanmætti yfir eigin lífi og finnst meira spennandi að taka frí frá lífinu en að stíga inn í daglegu rútínuna aftur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka