Hlutir á hóteli sem flugfreyja snertir ekki

Kat Kamalani gefur fólki á ferðalagi ráð.
Kat Kamalani gefur fólki á ferðalagi ráð.

Flugfreyjan Kat Kamalani lumar á fjölda ráða fyrir ferðamenn. Í þetta skiptið tók hún fyrir hluti sem hún snertir almennt ekki og notar ekki á hótelherbergjum sem hún gistir á. Sem flugfreyja hefur hún gist á fjölda hótela um víða veröld og því hefur hún einstaka innsýn inn í því hvað er hreint og hvað ekki. 

Það fyrsta sem Kamalani notar ekki á hótelherbergjum eru glösin. „Ef það er ekki uppþvottavél á hótelherberginu þínu myndi ég aldrei nota glösin þar. Ástæðan er sú að maður veit aldrei hvort glösin hafa verið þvegin almennilega eða hvort þau hafi bara verið skoluð af síðasta gesti,“ sagði Kamalani í myndbandi á TikTok. 

Kamalani snertir heldur aldrei fjarstýringuna að sjónvarpinu því ólíklegt er að hún sé þrifin reglulega. Hún tekur plastpoka með sér sem hún notar á fjarstýringuna. 

Þriðja sem Kamalani mælir með er að nota heita vatnið úr kaffivélinni til að hella út á hafra og búa til hafragraut. Fylgjendur hennar hafa þó bent henni á að kaffivélin sé ólíklega þrifin mjög oft. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Freysteinn Guðmundur Jónsson: Kat
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert