Svífandi stígar yfir friðlýsta hverasvæðið við Skíðaskálann í Hveradölum hafa verið teknir í notkun. Svífandi stígar eru ný lausn til að auðvelda aðgengi og vernda viðkvæm svæði í náttúrunni fyrir ágangi. Þessir stígar eru bylting fyrir fólk í hjólastól því þeim verður gert auðvelt að skoða heillandi hverasvæðið við bestu aðstæður með hámarks upplifun.
Stígarnir eru smíðaðir úr áli og eins og nafnið gefur til kynna „svífa“ þeir yfir svæðinu og valda ekki jarðraski. Við stígana eru ný sérhönnuð upplýsingaskilti með fróðleik um sögu og náttúru hverasvæðisins.
Stígarnir voru formlega teknir í notkun í síðustu viku og voru þar saman komnir hönnuðir og fagmenn frá ráðuneytum, sveitastjórnum og háskólum. Þar voru einnig forsvarsmenn Öryrkjabandalags Íslands sem rannreyndu stígana í hjólastól.
Hönnun stígana sem var styrkt 3 sinnum Tækniþróunarsjóði og 3 sinnum af Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða hefur verkefnið verið í þróun síðan 2017.