Tónlistarhjónin Beyoncé og Jay-Z njóta þess að slaka á í mildu evrópsku loftslagi um þessar mundir. Þau ferðast um á snekkju og hafa komið við á Ítalíu og frönsku riveríunni.
Tónlistarkonan birti myndir úr fríinu á Instagram en fram kemur á vef Daily Mail að hjónin dvelji á snekkju sem er í eigu milljarðamæringsins Jeff Bezos, stofnanda Amazon. Snekkjan er metin á 500 milljónir punda.
Þau sitja ekki bara og drekka te í fínum fötum og stilla sér upp fyrir myndir á Instagram. Þau sáust til dæmis leika sér á sæþotu í vikunni. Jay-Z sat við stýrið en Beyoncé hélt um eiginmann sinn, bæði voru í björgunarvestum.