Heimili Bangsímons til leigu

Tréhús Bangsímons endurskapað í tilefni af 95 ára afmæli bangsans.
Tréhús Bangsímons endurskapað í tilefni af 95 ára afmæli bangsans. Ljósmynd/Airbnb

Í tilefni af 95 ára afmæli Bangsímons hefur listakonan Kim Raymond ásamt Airbnb útbúið heimili Bangsímons í Hundraðekruskógi til leigu. Raymond hefur teiknað Bangsímon fyrir Disney undanfarin 30 ár og kom að innréttingu íbúðarinnar. 

Bearbnb er í Ashdown skógi á suður Bretlandi en það var skógurinn sem höfundur Bangsínmons A. A. Milne byggði Hundraðekruskóg á.

„Ég er búin að teikna Bangsímon í 30 ár og ég fæ enn innblástur frá hinum klassísku teikningum E. H. Shepard og nýlegum Disney myndum. Bearbnb er einstök upplifun sem glæðir Bangsímon lífi fyrir aðdáendur, á sama tíma heiðrum við upphaflegu ævintýrin sem hafa verið svo mörgum mikilvæg í 95 ár,“ sagði Raymond í tilkynningu frá Airbnb

Ljósmynd/Airbnb
Ljósmynd/Airbnb
Ljósmynd/Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert