Kaupmannahöfn öruggasta borgin

Nýhöfn í Kaupmannahöfn.
Nýhöfn í Kaupmannahöfn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ef þú ætlar að fara í örugga borgarferð ættir þú líklega að panta þér ferð til Kaupmannahafnar. Gamla góða Köben var valin öruggasta borgin á lista The Economist Intelligence Unit yfir öruggar borgir að því fram kemur á vef Independant. 

Á eftir Kaupmannahöfn komu Toron­tó og Singapore en Hong Kong og Melbourne deildu með sér áttunda sætinu. 

1. Kaupmannahöfn. 

2. Toron­tó.

3. Singapore. 

4. Sydney. 

5. Tókýó. 

6. Amsterdam. 

7. Wellington. 

8. Hong Kong. 

8. Melbourne. 

10. Stokkhólmur. 

Kaupmannahöfn býr meðal annars yfir þeim kosti að það er ekki mikil stéttarskipting þar. Í umsögn kemur fram að ræstitæknir og framkvæmdastjóri hittast í sömu matvörubúðinni og eiga börn í sama skólanum. Þetta er hornsteinn þess trausts sem ríkir í borginni og öryggi í borginni nýtur góðs af því. 

Hong Kong.
Hong Kong. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert