Ef þú ætlar að fara í örugga borgarferð ættir þú líklega að panta þér ferð til Kaupmannahafnar. Gamla góða Köben var valin öruggasta borgin á lista The Economist Intelligence Unit yfir öruggar borgir að því fram kemur á vef Independant.
Á eftir Kaupmannahöfn komu Torontó og Singapore en Hong Kong og Melbourne deildu með sér áttunda sætinu.
1. Kaupmannahöfn.
2. Torontó.
3. Singapore.
4. Sydney.
5. Tókýó.
6. Amsterdam.
7. Wellington.
8. Hong Kong.
8. Melbourne.
10. Stokkhólmur.
Kaupmannahöfn býr meðal annars yfir þeim kosti að það er ekki mikil stéttarskipting þar. Í umsögn kemur fram að ræstitæknir og framkvæmdastjóri hittast í sömu matvörubúðinni og eiga börn í sama skólanum. Þetta er hornsteinn þess trausts sem ríkir í borginni og öryggi í borginni nýtur góðs af því.