Þrjú íslensk hótel hljóta virt ferðaverðlaun

Hótel Rangá var á meðal þeirra íslensku hótela sem hlaut …
Hótel Rangá var á meðal þeirra íslensku hótela sem hlaut verðlaun Condé Nast Traveller.

Nýverið gaf virta ferðatímaritið Condé Nast Traveller út lesendaverðlaun ársins 2021. Á listanum yfir 20 bestu hótel norður Evrópu átti Ísland þrjú hótel; Hótel Rangá, Deplar Farm og The Retreat við Bláa Lónið. Þýskaland var eina landið sem átti fleiri hótel á listanum, en fimm þýsk hótel fengu vinning í ár. Í fyrsta sæti var danska hótelið Hotel SP34 í Kaupmannahöfn.

Condé Nast Traveller verðlaunin eru ein þau virtustu í ferðageiranum. Árlega dæma lesendur allt frá bestu flugfélögum heims, til baðstaða, borga og hótela. Meira en 800.000 lesendur tóku þátt í ár, en þeir sem tóku þátt gátu unnið siglingu fyrir tvo frá Stokkhólmi til Bergen.

Ferðalangar á tímum heimsfaraldurs

Verðlaunin voru sérstök í ár, þar sem í flestir lesendur tímaritsins voru fastir heima þegar kosið var. Því bætti Condé Nast við nýjum: „Year in Travel“ en þar sóttist tímaritið eftir innsýn inn í hvernig heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á ferðaplön á tímum heimsfaraldurs og framtíðar ferðaplön lesenda.

Samkvæmt vef Condé Nast tóku 20.000 manns þátt í þessari nýju könnun. Þar sögðust 89% lesenda hafa þurft að breyta eða neyðst til að afbóka ferðir vegna Covid-19. Merkilegt er þó að flestir höfðu samt komist í frí, en 82% höfðu farið í frí eftir mars 2020 og helmingur þeirra meira að segja tvisvar sinnum. Þá var bíll algengasti samgöngumátinn en 60% ferðuðust innanlands, en aðeins 23% yfirgáfu heimalandið sitt.

Þá sögðust 79% nú þegar vera búnir að bóka næstu ferð, en það fer þá ekki milli mála að það er kominn ferðahugur í fólk.

Deplar farm hlaut einnig verðlaun.
Deplar farm hlaut einnig verðlaun. Ljósmynd/Gísli Kristinsson
Retreat hótel Bláa lónsins hlaut verðlaun.
Retreat hótel Bláa lónsins hlaut verðlaun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert