Áslaug slappar af í París

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er í vinkonuferð í París í Frakklandi.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er í vinkonuferð í París í Frakklandi. Skjáskot/Instagram

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra nýtur nú lífsins í höfuðborg Frakklands, París. Áslaug er á ferðalagi með góðum hópi vinkvenna sinna og hafa þær vinkonurnar gert vel við sig í mat og drykk. Áslaug sýndi frá ferðinni á Instagram.

Áslaug er eflaust fríinu fegin eftir kosningabaráttuna þar sem hún leiddi lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavíkurkjöræmi suður. 

Vinkonuhópurinn snæddi á Hôtel Costes og Brasserie du Louvre- Bocuse í 1. hverfi borgarinnar í gær og í dag snæddu þær á Loulou veitingastaðnum í sama hverfi. 

Með Áslaugu í ferðinni eru meðal annars Rósa Kristinsdóttir, lögfræðingur hjá Akta sjóðum ehf., Nanna Kristín Tryggvadóttir, rekstrarverkfræðingur hjá Landsbankanum og Margrét Ríkarðsdóttir yfirkokkur á Duck & Rose.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert