Kristín Péturs sólar sig á eyjunni grænu

Kristín Pétursdóttir er á eyjunni grænu í suðri.
Kristín Pétursdóttir er á eyjunni grænu í suðri. Skjáskot/Instagram

Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir skellti sér til eyjunnar grænu í suðri, Tenerife, um helgina. Kristín dvelur í bænum La Caleta en hún er á ferðalagi með vinkonum sínum. 

Kristín, sem er með BA-gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands og lék nýverið í leikritinu Mæður, hefur notið sín í botn við strendur Afríku.

Fjölskylda Kristínar er ekki með í ferðinni en þau eru hins vegar í Róm á Ítalíu um þessar mundir. Kristín og bróðir hennar, leikarinn Starkaður Pétursson, hafa keppst um það á Instagram hvort hafi það betra um þessari mundir, Kristín á Spáni eða Starkaður á Ítalíu.

Starkaður og foreldrarnir eru í það minnsta í menningarlegri ferð í Róm, enda benda niðurstöður rannsóknar Kristínar Loftsdóttur, Auðar Örnu Arnardóttur, Más Wolfgang Mixa og Guðbjargar Guðjónsdóttur til þess að Íslendingar fari ekki til Tenerife til að skoða söfn heldur til að sóla sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert