Uppáhaldsveitingastaðir Söruh Jessicu Parker í New York

Sarah Jessica Parker.
Sarah Jessica Parker. AFP

Leikkonan Sarah Jessica Parker þekkir hvern krók og kima í hinni stóru New York borg í Bandaríkjunum. Parker sagði Condé Nast Traveller frá sínum uppáhaldsveitingastöðum í borginni.

Nýverið opnaði Airbnb íbúð í Chelsea hverfi í borginni en íbúðin er endurgerð eftir íbúð persónu Parker, Carrie Bradshaw, í þáttunum Sex and the City. 

„Það er fullt af góðum veitingastöðum í Chelsea, þar sem íbúðin er, en ef fólk fer suður í West Village, þá verðum við að byrja á Gene's Restaurant á West 11. götu, sem er veitingastaður sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í mörg ár. Svo höfum við Ritu Sodi og Jody Williams sem eiga Via Carota og I Sodi, og nýi staðurinn Bar Pisellino. Enn lengra suður, þar er Nami Nori, sem er í grennd við West Village og er æðislegur lítill japanskur veitingastaður,“ sagði Parker í viðtalinu. 

Parker er mjög spennt fyrir opnun Airbnb íbúðarinnar og vonar að ferðamenn fari að flykkjast til borgarinnar. „Ég er spenntust fyrir að fólk komi til New York borgar. Okkur langar að fara fá fólk í heimsókn í borgina okkar aftur, og ég er svo spennt fyrir því að fólk fái tækifæri til að heimsækja borgina og njóta veitingastaðanna og menningarlegu stofnananna,“ sagði Parker. 

Bandaríkin opnuðu fyrir bólusettum ferðamönnum frá Evrópu í síðustu viku. 

Vill sjálf vera á meðal heimamanna

Parker var einnig spurð að hverju hún leitaðist eftir þegar hún væri á ferðalagi. Hún sagðist alltaf velja að vera langt inni í hverfum og fá að upplifa staðina sem hún heimsækir sem heimamaður. 

„Ég reyni oft að skipuleggja mig fyrir fram og finna út hvar ég get verið á meðal heimamanna. Og stundum þegar trúir fólk mér ekki, að mig langi að borða á litlum veitingastöðum, vera á meðal heimamanna og versla í litlum verslunum, þá fer ég að elta starfsmenn. Ekki á skrítinn hátt, en ég hef fundið suma af bestu veitingastöðunum þannig,“ sagði Parker.

Á dagskránni hjá leikkonunni er ferð til Tyrklands. „Ég er búin að fara oftar en einu sinni og elska þaða, þar bjuggum við eins og heimamenn,“ sagði Parker. Hún er líka hrifin af Grikklandi og stefnir á að komast þangað fljótlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert