Draumurinn um líf á vellinum

Yðar einlægur slær af teig niður eftir 8. holu á …
Yðar einlægur slær af teig niður eftir 8. holu á Las Colinas. (Þarf greinilega að passa aðeins vinstri olnbogann). Bert van der Toorn

Á hverju ári fara þúsund­ir Íslend­inga til Spán­ar til að spila golf. Flest­ir fara til Alican­te og spila á völl­un­um þar í kring. Og nóg er af þeim. En þeir eru senni­lega ekki marg­ir sem myndu sleppa því að spila Las Col­in­as og mögu­lega hef­ur hann tekið við hlut­verki H&M sem sá staður í út­lönd­um þar sem lík­leg­ast er að þú rek­ist á Íslend­ing.

Ég þurfti ekki að hugsa mig um lengi þegar mér bauðst að blanda mér í hóp er­lendra golf­blaðamanna sem boðið var á svæðið í til­efni af tíu ára af­mæli þess. 

Las Col­in­as er í um 50 mín­útna fjar­lægð frá flug­vell­in­um í Alican­te, sem Íslend­ing­ar þekkja vel. Svæðið er lokað og strax þegar ekið er inn á það er ljóst að hér var ætl­un­in að bjóða upp á lúx­us. Við aðkom­una er margt sem minn­ir frek­ar á sam­bæri­leg svæði í Banda­ríkj­un­um en á Spáni. Klúbbhúsið er stórt og tign­ar­legt og við það þrír mjög góðir veit­ingastaðir, heilsu­rækt og fleira. Á svæðinu eru líka tenn­is­vell­ir, strand­b­ar og margt fleira.

15. hola er stórskemmtileg par 5 hola með vatni allt …
15. hola er stór­skemmti­leg par 5 hola með vatni allt um kring

Það er líka merki­legt að hafa í huga að þetta er ekki gam­all völl­ur. Þegar hann var opnaður fyr­ir rúm­lega tíu árum þótti hann strax með þeim bestu. Síðan hef­ur svæðið verið valið það besta á Spáni og völl­ur­inn sá besti þar í landi fimm sinn­um. Sem er ekki ama­legt þegar litið er til fjölda frá­bærra valla á Spáni. 

Völl­ur­inn sjálf­ur er ekki sá létt­asti. Fyrstu tvær hol­urn­ar eru lang­ar og erfiðar. Það þarf gott teig­högg á þeim báðum til að koma sér á rétt­an stað og þá er eft­ir að slá upp á upp­hækkaða flöt. Eft­ir það verður þetta reynd­ar held­ur létt­ara og flest­ar hol­urn­ar eru sann­gjarn­ar og bjóða upp á mikla mögu­leika.

Fjöl­breytn­in á vell­in­um er líka heill­andi. Það er eins og að vera á tveim­ur völl­um að slá niður í dal­inn á 8. holu með trjám allt í kring eða 15. holu með stóru vatni sem um­vef­ur flöt­ina. Alls staðar eru svo glomp­ur sem bíða eft­ir því að grípa óná­kvæm högg. Völl­ur­inn er ekki sá létt­asti en hann er sann­gjarn.

Svæðið er hátt í 200 fer­kíló­metr­ar en mark­miðið hef­ur verið að hafa byggð ekki of þétta. Stefnt er að því að byggja 1.800 íbúðir og rúm­lega helm­ing­ur­inn er þegar kom­inn. Nokkuð marg­ir Íslend­ing­ar eiga eign­ir á svæðinu og Jon Brook, fram­kvæmda­stjóri golf­vall­ar­ins,  seg­ir að Íslend­ing­ar séu mik­il­væg­ur hluti af markaðssetn­ingu þeirra. Það kem­ur ekki á óvart því rúm­lega 30 ís­lend­ing­ar eiga íbúðir eða hús á svæðinu og á hverj­um degi eru mjög marg­ir sem koma og spila.

Horft til baka frá 1. holu. Þar mega menn þakka …
Horft til baka frá 1. holu. Þar mega menn þakka fyr­ir par.

Þegar litið er til ferðalaga Íslend­inga virðist sem flest­ir hafi áhuga á suðrænu Kana­ríeyj­un­um en Aðal­heiður Karls­dótt­ir, fast­eigna­sali hjá Spán­ar­eign­um, seg­ir að marg­ir vilji frek­ar vera á meg­in­land­inu. Þaðan sé aðeins nokk­urra tíma akst­ur á spenn­andi skíðasvæði, vín­rækta­rekr­ur og til margra merk­ustu borga Spán­ar. Svo er ekki nema nokk­urra mín­útna akst­ur á strönd­ina. Hún seg­ist finna fyr­ir vax­andi áhuga Íslend­inga á svæðinu og sér­stak­lega í ljósi þess að mik­il­vægt sé að tryggja sér eign­ir á svæðinu í ljósi þess að fram­boðið þar sé tak­markað.

Það sem er merki­legt við Las Col­in­as er upp­bygg­ing­in, sem hef­ur verið mjög hröð. En ekki síður að öll hús­in eru byggð í sama stíl. Hvít, stíl­hrein og snyrti­leg. Allt virk­ar nýtt og hreint. Sem það reynd­ar er. 

Eins og gef­ur að skilja er þetta ekki ódýr­asta svæðið á Spáni. Íbúðir hér kosta frá 320 þúsund evr­um og upp úr. Verðlagið fylg­ir nokk­urn veg­inn stærð og út­sýni. Dýr­ustu eign­irn­ar eru við golf­völl­inn og sú dýr­asta gnæf­ir yfir allt svæðið og fer á litl­ar fjór­ar millj­ón­ir evra. 

Migu­el Ángel Jimé­nez hannaði æf­inga­svæðið og Troon golf sér um viðhaldið á vell­in­um. Það er senni­lega það sem flest­ir taka eft­ir. Yfir vell­in­um er annað yf­ir­bragð en fólk á stund­um að venj­ast á spænsk­um völl­um. Hugsað er út í hvert smá­atriði og mik­il vinna lögð í að halda vell­in­um snyrti­leg­um.

Slag­orðið er „Un mundo apar­te“ eða heim­ur út af fyr­ir sig. Það er reynd­ar ekki erfitt að staðfesta það. Skipu­lagið er mjög gott og þjón­ust­an al­gjör­lega til fyr­ir­mynd­ar. Það má hugsa sér margt verra í líf­inu en að gleyma sér á Las Col­in­as.

htt­ps://​lascol­in­as­golf.com/​en/

Klúbbhúsið er sérlega glæsilegt og tekur vel á móti þér.
Klúbbhúsið er sér­lega glæsi­legt og tek­ur vel á móti þér.
Nokkur af húsunum við 15. brautina.
Nokk­ur af hús­un­um við 15. braut­ina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka