Hótelerfinginn Paris Hilton gekk í hjónaband með Carter Reum hinn 11. nóvember. Nýbökuðu hjónin eru nú farin í brúðkaupsferð en þiggja daga veisluhöld í Bandaríkjunum reyndu á þau. Allur heimurinn er undir í brúðkaupsferðinni, sem byrjaði á Bora Bora.
„Fyrsta stopp í heimsreisubrúðkaupsferðinni okkar,“ skrifaði Hilton á Instagram. Sagði hún þau vera á Bora Bora. Stjarnan birti myndir af þeim leika sér í bláum sjónum.
Hjónin voru ekki ein í brúðkaupsferðinni þar sem foreldrar Hilton, þau Rick og Kathy Hilton, voru einnig á Bora Bora að því er fram kemur á vef Page Six. Bræður hennar, Conrad og Barron, voru einnig með sem og mágkona hennar, Tessa. Með í ferðinni var einnig Shameless-leikkonan Emma Kenney en ekki er ljóst af hverju hún var með hjónunum í ferðinni.