Listamaðurinn David Hockney flutti frá Los Angeles til Normandí í Frakklandi fyrir örfáum árum. En það var lífsneisti Frakkanna sem heillaði Hockney.
„Frakkar kunna að lifa. Þeir þekkja lífsins lystisemdir,“ sagði Hockney í viðtali við The Wall Street Journal um ástæður þess að Frakkland varð fyrir valinu.
Hockney nýtur lífsins í Frakklandi og hefur landslagið í Normandí verið honum mikill innblástur.
Hockney hefur nú ratað aftur í fjölmiðla og segist vera orðinn hundleiður á heilsuæðinu sem tröllríður heiminum um þessar mundir.
Hockney fjárfesti í glasamottum sem á stóð „Bored of Wellness“ eftir listamanninn Bingo. Þegar Bingo bað um að fá að segja frá samskiptum þeirra svaraði Hockney:
„Ég er líka leiður á „heilsu“. Hugtakið finnst mér fáránlegt og of ráðríkt. Ég er enn að reykja og nýt þess mjög,“ sagði Hockney við listamanninn Bingo.
„Ég hef aldrei á ævinni farið í ræktina. Ég geng aðeins hægar og ekki jafn langt og áður en ég vinn enn alla daga. Ég er með sýningu í París. Þar er 90 metra langt verk sem spannar heilt ár í Normandí. Elskum lífið,“ segir Hockney.
A really incredible thing happened yesterday.
— Mr Bingo (@Mr_Bingo) November 14, 2021
David Hockney (The worlds greatest living artist IMHO) bought 10 packs of my beermats. I said WOW can I talk about this on the internet and he replied... pic.twitter.com/ni55ICeGjo