Ekki allt tekið upp á réttu stöðunum

Ekki er hægt að gleyma tjullpilsinu sem Carrie Bradshaw klæddist …
Ekki er hægt að gleyma tjullpilsinu sem Carrie Bradshaw klæddist í byrjun þáttanna.

Ný þáttaröð af Beðmálum í borginni var frumsýnd í Bandaríkjunum á dögunum. Vinkonurnar búa í New York en hafa heimsótt hina ýmsu staði í bíómyndunum og þáttunum. Condé Nast Traveller tók saman uppáhaldsstaði vinkvennanna úr fyrri þáttaröðum og kvikmyndum. 

Sex and The City 

Fyrsta kvikmyndin kom út árið 2008, fjórum árum eftir að þættirnir hættu. New York er aðalsögusvið myndarinnar rétt eins og í þáttunum. Myndin er meðal annars tekin upp á veitingastaðnum The Modern á listasafninu MoMA. Bradshaaw fer einnig á skrifstofu Condé Nast á Times Square. Almenningsbókasafnið á fimmta breiðstræti er lykil bygging í myndinni enda ætlar Bradshaw að gifta sig á bókasafninu. Vinkonurnar fjórar fara í frí til Mexíkó en hótelið sem þær gista á er í rauninni glæsihýsi nálægt La Piedra State Beach í Kaliforníu. 

Sex and the City 2

Framhaldsmyndin um vinkonurnar fjórar kom út árið 2010. Vinkonurnar fóru heldur betur í ferðalag í myndinni. Samantha, sem snýr reyndar ekki aftur í nýjustu þáttunum, fer með vinkonur sínar í lúxusfrí til Abú Dabí. Tökuliðið fór vissulega út fyrir Bandaríkin en bara til Marokkó. 

Chris Noth ásamt leikkonum Sex and the City.
Chris Noth ásamt leikkonum Sex and the City. AFP

Sjónvarpsþættirnir

Litla íbúðin sem Carrie Bradshaw bjó í átti að vera á Upper East Side í New York en var í rauninni í West Village á Perry Street. Bradshaw er ein þekktasta tískuskvísa veraldar og hún verslaði í búðum á borð við Bloomingdales og útsölumarkaðinn Century 21. Þættirnir gerðu svo bakaríið Magnolia Bakery heimsfrægt. Almenningsgarðurinn Central Park er svo staður sem enginn aðdáandi Carrie Bradshaw og vinkvenna má láta fram hjá sér fara. 

Carrie Bradshaw í íbúðinni sinni.
Carrie Bradshaw í íbúðinni sinni. Ljósmynd/Airbnb

Nýjasta þáttaröðin sem heitir And Just Like That… kom út á streymisveitu HBO í Bandaríkjunum á dögunum. Líklegt er að eitthvað af uppáhaldsstöðum vinkvennanna komi fyrir í nýju þáttunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert