Tryllt íslensk hönnun vekur heimsathygli

Laufskálavarða hefur vakið athygli erlendis.
Laufskálavarða hefur vakið athygli erlendis. Ljósmynd/Aðsend

Laufskálavarða, áningastaður á Mýrdalssandi, var eitt besta verkefni ársins að mati fagmiðilsins Archilovers á dögunum. Hlaut Laufskálavarða viðurkenninguna fyrir fagurfræði sína, sköpun og notkunarmöguleika.

Skálinn var hannaður af Stáss arkitekum en þau Árný Þórarinsdóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir stofuðu stofuna árið 2008. 

Þjónustuhúsið var tekið í notkun í byrjun árs 2020. Það er 30 fermetrar og byggt úr timbri. Á þaki hússins er útsýnispallur fyrir gesti. 

Í byggingunni tvinnast saman ólíkir notkunarmöguleikar þ.e. salernisaðstaða, útsýnispallur, þvottaaðstaða, hvíldarbekkur og aðstaða fyrir hjólreiðafólk. Allir þessir ólíku þættir er samtvinnaðir í eina heild á einstakan hátt.

Laufskálavarða hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur verið skrifað um það í miðlum á borð við Home World Design, Archisearch, Pendulum og Åvontuura.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka