Hollywoodstjarnan Denise Richards ákvað ekki bara að svindla og nota ekki grímu í flugi á dögunum heldur deildi hún því með öllum heiminum. Leikkonan sagði frá því á samfélagsmiðlum að hún hefði notað vetrarkápu í stað grímu.
Richards greindi frá því á Instagram á sunnudaginn að hún væri í flugi og birti mynd af sér án grímu. Myndin hefur farið víða á netinu og hún gagnrýnd fyrir athæfið. „Fyrir þá sem eru í uppámi yfir því að ég sé ekki með grímu þá er ég að fela mig undir hettupeysu og risastórri vetrarkápu,“ skrifaði Richards. Sagði hún jafnframt að flíkurnar væru töluvert þykkari en gríma.
Richards hefur sést opinberlega með grímu og birt myndir af sér á samfélagsmiðlum með grímu en í þetta skiptið ákvað hún að fara á svig við reglurnar að því fram kemur á vef Page Six. Farþegum er skylt að nota grímu í flugi.
According to Denise Richards, her winter coat is thicker than any mask, which is why she’s not wearing a mask ❤️ #RHOBH pic.twitter.com/kRROLrlCFt
— Queens of Bravo (@queensofbravo) December 19, 2021