Katrín Tanja og kærastinn ástfangin í Lundúnum

Brooks Laich og Katrín Tanja Davíðsdóttir í Lundúnum.
Brooks Laich og Katrín Tanja Davíðsdóttir í Lundúnum. Skjáskot/Instagram

Cross­fit­stjarn­an Katrín Tanja Davíðsdótt­ir og fyrr­ver­andi ís­hokkík­app­inn Brooks Laich eyddu jóla­hátíðinni sam­an í Lund­ún­um. Katrín birti fal­lega myndaseríu af par­inu í höfuðborg Bret­lands þar sem meðal ann­ars má sjá þau í Hyde Park. 

Katrín Tanja og Laich op­in­beruðu sam­band sitt fyrr á þessu ári, eða um það leyti sem hún lauk keppni á heims­leik­un­um í cross­fit. Katrín flutti heim frá Banda­ríkj­un­um nú í vet­ur en hann ferðast um víða ver­öld starfs síns vegna, en hann á fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu. 

Af In­sta­gram að dæma er Katrín Tanja þó kom­in aft­ur heim til Íslands eft­ir góða daga á Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert