Bezos með ástinni í sólinni

Lauren Sánchez og Jeff Bezos eyddu jólunum á St. Barts.
Lauren Sánchez og Jeff Bezos eyddu jólunum á St. Barts. AFP

Auðkýfingurinn Jeff Bezos og kærasta hans Lauren Sánchez voru ekki mikið að stressa sig yfir jólahátíðinni þetta árið þar sem þau flatmöguðu í sólbaði á snekkju við Karíbahafseyjuna St. Barts. 

Sást til parsins fyrir helgi á eyjunni þegar þau héldu í fjallgöngu og myndir Page Six voru teknar um helgina svo gera má ráð fyrir að parið hafi eytt jólunum í sólinni. 

Bezos og Sánchez tóku saman árið 2019, stuttu eftir að Bezos tilkynnti skilnað sinn við eiginkonu sína til 26 ára, MacKenzie Scott. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert