Íslendingar fjölmenntu til Tenerife árið 2021. Árstíðin virðist ekki hafa skipt máli, alltaf mátti heyra íslensku við gosbrunninn á Tenerife. Hverjir fóru ekki til Tene væri réttast að spyrja! Hér gefur að líta nokkrar stjörnur sem skelltu sér til Tenerife í ár.
Rúrik Gíslason
Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason skellti til Tenerife í sumar. Rúrik naut þess að vera í fríi með stórfjölskyldunni.
Manuela Ósk og Eiður
Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir og kvikmyndaframleiðandinn Eiður Birgisson skelltu sér til Tenerife í sumar.
Guðrún Veiga og fjölskylda
Mann- og förðunarfræðingurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir lét fara vel um sig á paradísareyjunni í nóvember.
Kristín Pétursdóttir
Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir gerði vel við sig á Tenerife í byrjun nóvember.
Lína Birgitta og Gummi kíró
Athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir og kærasti hennar, kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálsson, skruppu í sólina í byrjun nóvember. Þau fóru einnig til Tenerife í ágúst.
Margrét Erla og Tommi Steindórs
Tómas Steindórsson fór til Tenerife í fyrsta skipti í sumar og kunni vel við sig. Var þetta í fyrsta sinn sem Tómas fór á sólarströnd á fullorðinsárum. Hann var staddur á eyjunni grænu með kærustu sinni, fjöllistakonunni Margréti Erlu Maack, og dóttur þeirra.
Birgitta Líf
Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir hélt upp á jólin á Tenerife. Hún var líka á Tenerife í október þar sem hún gerði vel við sig.
Siggi Hlö
Útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, eða Siggi Hlö eins og hann er oftast kallaður, var á Tenerife á aðfangadag. Aðfangadagskvöld breyttist óvænt hjá Sigga en það kviknaði í veitingastaðnum sem hann átti pantað borð á.
Fanney Ingvars og Teitur
Fanney Ingvarsdóttir, áhrifavaldur og fyrrverandi fegurðardrottning, fór í haustfrí með sambýlismanni sínum og börnum til Tenerife.