Nýjasta parið í Hollywood, Justin Long og Kate Bosworth, sást saman í Bláa lóninu í vetur. Ferðavef mbl.is barst það til eyrna að leikarinn vinalegi hefði sést með ljóshærðri Hollywoodleikkonu á ferðamannastaðnum vinsæla fyrr í vetur.
Bosworth birti myndir af sér frá Íslandsferð á Instagram í gærkvöldi. Myndirnar virðast hafa verið teknar fyrr í vetur.
Slúðurmiðillinn Page Six greindi frá því á dögunum að Long og Bosworth væru par. Parið kynntist í tökum á nýrri mynd í bænum Fayetteville í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Í ágúst greindi Bosworth frá skilnaði sínum við við leikstjórann Michael Polish.