Fugl flaug inn í hreyfil vélar flugfélagsins Airlink á dögunum með þeim afleiðingum að hreyfillinn brotnaði í sundur og hluti hans fór inn um farþegaglugga. Engan sakaði, hvorki farþega né áhöfn, og lenti vélin örugglega á flugvellinum í Venetia Mine í Suður Afríku.
Vélin var á leið frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku og átti ekki langt eftir til Venetia Mine þegar atvikið átti sér stað.
Töluverðar skemmdir urðu á vélinni að sögn flugfélagsins líkt og myndir sem einn farþeganna birti á Twitter sýna.
A SA Airlink Jetstream JS-41, reg ZS-NRJ performing a charter flight from Johannesburg to Venetia Mine (SA), was on approach to when a bird impacted the right hand propeller causing one of the blades to separate and penetrate the cabin. The aircraft continued for a safe landing. pic.twitter.com/cMkb2pJKES
— Fabricio Darosci Jr (@fabdjr) January 4, 2022