Bestu hótelin fyrir fjölskyldur á Tenerife

Tenerife er draumaáfangastaðurinn fyrir fjölskyldur.
Tenerife er draumaáfangastaðurinn fyrir fjölskyldur.

Nú liggur leið margra frá Íslandi suður til Tenerife þar sem sólin skín aðeins skærar en í janúar á Íslandi. Tenerife þykir mjög fjölskylduvænn áfangastaður og ekkert mál að ferðast með alla fjölskylduna í sólina. Ferðavefurinn tók saman nokkur barnvæn hótel á eyjunni fögru sem hafa fengið góð meðmæli. 

Parque Santiago III

Parque Santiago 3 er einstaklega vinsælt á meðal Íslendinga. Það er á amerísku ströndinni, steinsnar frá aðalverslunargötunni. Hótelgarðurinn er frábær fyrir barnafjölskyldur og eitthvað að gera fyrir alla. Um er að ræða íbúðahótel, sem getur verið þægilegt fyrir þau sem kjósa. 

Hotel Bitácora

Hotel Bitácora er einnig á amerísku ströndinni. Hægt er að bóka fjölskylduherbergi og samtengd herbergi fyrir stærri fjölskyldur. Á hótelinu er mikið um að vera fyrir krakkana og því er það hinn fullkomni dvalarstaður fyrir fjölskyldur.

HD Parque Cristobal

HD Parque Cristobal er í hjarta Playa de Las Américas og aðeins 200 metra frá ströndinni. Sundlaugargarðurinn þykir einstaklega skemmtilegur og þægilegur, bæði fyrir börn og fullorðna.

Bahia Principe Fantasia

Bahia Principe Fantasia er á Playa de San Blas sem er aðeins rólegri staður en ameríska ströndin. Hótelið er eins og klippt út úr ævintýri en þar má meðal annars finna frábæran leikvöll fyrir krakkana. Fjöldi ólíkra herberga er í boði á hótelinu; samtengd herbergi, fjölskylduherbergi og því ættu allar fjölskyldur að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Hovima La Pinta Beachfront

Hovima La Pinta er æðislegt íbúðahótel í Adeje á Tenerife. Ef þú ert að leita að hinni fullkomnu íbúð fyrir fríið þá ættirðu að skoða Hovima. Við hótelið er frábær vatnsleikvöllur. Á hótelinu eru tveir krakkaklúbbar, fyrir 4 til 8 ára og 9 til 12 ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert