Þorgerður og Kristján fóru til Búdapest

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Arason.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Arason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og eiginmaður hennar Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, voru í Búdapest um helgina og studdu íslenska landsliðið í handbolta. 

Hjónin hafa sérstaka tengingu við landsliðið þar sem sonur þeirra, Gísli Þorgeir, leikur stórt hlutverk með íslenska liðinu. Ísland, sem leikur sína leiki í Búdapest, er með fullt hús stiga. Mikil stemning er á pöllunum og sáust þau Þorgerður og Kristján kyssast á pöllunum, svo mikil var sigurvíman í gær. 

Stjórnmálakonan er vön að ferðast utan þegar stórmót í handbolta eru annars vegar. „Ég ætla ekki að segja endilega að rykkornin hafi verið mörg, en hjartslátturinn varð aðeins örari, ég viðurkenni það alveg,“ segir Þorgerður Katrín í viðtali á K100 árið 2019. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert