Tanja Ýr tók beygju og flytur til Lundúna

Tanja Ýr er að flytja til Lundúna á Bretlandseyjum.
Tanja Ýr er að flytja til Lundúna á Bretlandseyjum. Skjáskot/Instagram

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir er hætt við að flytja til Manchester á Bretlandseyjum. Í staðinn ætlar hún að flytja til höfuðborgar landsins, Lundúna. 

Tanja greindi frá því fyrr í janúar að hún hygðist setjast að í Manchester til þess að koma fyrirtækjum sínum betur fyrir á alþjóðlegum markaði. Hún rekur fyrirtækin Glamista Hair og Tanja Ýr Cosmetics.

„Planið var að flytja til Manchester en ég tók smá beygju og er að flytja til London,“ skrifaði Tanja í story á Instagram í gær. Hún lenti í Lundúnum sama dag og fór strax að skoða íbúðir til leigu. Á meðan hún leitar sér að húsnæði dvelur hún á Airbnb. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert