Sjáðu vél Icelandair skipta um ham

Fyrsta þota Icelandair í nýjum búningi.
Fyrsta þota Icelandair í nýjum búningi. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsta þota Icelandair er komin nýjan búning flugfélagsins. Búningaskiptin svokölluðu fóru fram í Norwich á Bretlandseyjum en flugfélagið gaf nýverið út myndband þar sem sjá má breytingarnar á vélinni.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2006 sem útlit véla Icelandair er breytt. Vélin er TF-ICE af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Hún lenti á Keflavíkurflugvelli á föstudaginn en tók fyrir það lágflug yfir Reykjavíkurflugvöll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert