Sara flutt til Bandaríkjanna

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er flutt til Bandaríkjanna.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er flutt til Bandaríkjanna. Kristinn Magnússon

Crossfit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er flutt til Alpharetta  í Georgíuríki í Bandaríkjanna. Mun hún eyða næstu mánuðum þar en crossfittímabilið er í þann mund að hefjast fyrir alvöru. 

Sara er ein fremsta konan í greininni í dag en þurfti að taka sér hlé frá keppni á síðasta ári vegna meiðsla. Nú er hún snúin aftur og mun taka þátt á tímabilinu sem hefst með opnu keppninni 24. febrúar næstkomandi. 

Í færslu á Instagram segist Sara alltaf hafa gert ráð fyrir að eyða meirihluta tímabilsins í Bandaríkjunum en að hún hafi ekki verið búin að ákveða nákvæmlega hvar. Eftir að hafa eytt nokkrum dögum í Training Think Tank í Alpharetta ákvað hún að það væri rétti staðurinn fyrir hana. 

Alpharetta er eitt af nágrannasveitarfélögum Atlanta borgar en um 67 þúsund eru búsett í bænum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert