Kynlífstæki ólögleg í Dúbaí

Gerður og Jakob eru stödd í Dúbaí um þessar mundir.
Gerður og Jakob eru stödd í Dúbaí um þessar mundir. Skjáskot/Instagram/

Kynlífstækjasérfræðingurinn og eigandi Blush, Gerður Arinbjarnardóttir, er stödd í Dúbaí ásamt kærasta sínum um þessar mundir. Parið hefur deilt svipmyndum úr ferðalaginu á samfélagsmiðla síðustu daga þar sem það nýtur lífsins í sól og sumaryl.

Töfrar Sameinuðu arabísku furstadæmanna eiga sér engan líkan en af færslum Gerðar og Jakobs Fannars, kærasta hennar, að dæma eru glæsibyggingar, gullnar eyðimerkur og hvítar strendur það sem helst er fyrir augum þeirra þessa dagana. Enda er Dúbaí ekki þekkt fyrir neitt annað en mikla fágun.

Þá greindi Gerður frá því í sögu á Instagram að kynlífstækjaiðnaðurinn sé ólöglegur í Dúbaí. Það kemur henni sjálfri þó ekki að sök því hún sagði einnig frá því að ræstitæknar hótelsins sem parið dvelur nú á, hafi séð til þess að kynlífstækin sem það tók með sér í ferðalagið fengju fallega uppröðun á náttborði hótelherbergisins. Þóttist Gerður viss um að hótelþernurnar hefðu stillt kynlífstækjunum betur upp eftir að hafa þrifið hebergi þeirra.

Parið hefur skoðað það helsta sem borgin býður upp á og ekki skort afþreyingu á meðan á dvöl þeirra hefur staðið. Til að mynda skellti parið sér í jeppaferð um eyðimerkur Dúbaí en í miðri ferðinni tók Gerður við verðlaunum í gegnum fjarfundabúnað þar sem fyrirtæki hennar, Blush, hlaut verðlaun sem besta íslenska vörumerkið á vegum Brandr vörumerkjastofu.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert