Idris Elba ástfanginn á Íslandi

Idris Elba og Sabina Elba birtu myndir frá Íslandsdvölinni á …
Idris Elba og Sabina Elba birtu myndir frá Íslandsdvölinni á Instagram. Samsett mynd

Leikarinn Idris Elba og eiginkona hans, fyrirsætan Sabrina Elba, vörðu Valentínusardeginum á Íslandi. Hjónin sjóðheitu létu ekki snjóinn og kuldann á Íslandi á sig fá og geislaði ástin af þeim. 

Miðað við rómantískt myndskeið sem þau birtu á sínum miðlum á þriðjudaginn dvöldu þau á hótelinu Retreat, hóteli Bláa Lónsins. „Gleðilegan Valentínusardag,“ skrifuðu þau. Örlítil snjöföl sást á klettunum í kringum laugina sem þau voru í. Töluvert meiri snjór var á myndskeiði sem fyrirsætan Sabrina Elba birti í sögu í gær. Þar var snjór á öllu og skartaði Íslandi sínu fegursta. 

Ríka og fræga fólkið er þekkt fyrir að dvelja á hótelinu en svítan Lagoon Suite er með einkaútiaðstöðu. Svítan er á neðri hæðinni en gestir þurfa að dvelja í svítunni í að minnsta kosti tvær nætur. Nóttin í svítunni kostar 2.347 evrur eða tæplega 400 þúsund krónur. 

Lagoon-svítan á The Retreat, hóteli Bláa Lónsins
Lagoon-svítan á The Retreat, hóteli Bláa Lónsins Ljósmynd/Bláa Lónið

Idris Elba er einn þekktasti leikari í heimi og var meðal annars valinn kynþokkafyllisti maður í heimi af tímaritinu People árið 2018. Elba leikur í myndinni Be­ast sem íslenski leikstjórinn Baltasar Kormákur leikstýrir. Þeir Elba og Baltasar voru meðal annars í tökum í Suður-Afríku í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka