Djókuðu í Djokovic

Flugfélagið Ryanair sló á létta strengi á Twitter.
Flugfélagið Ryanair sló á létta strengi á Twitter. Samsett mynd

Lággjalda flugfélagið Ryanair gerði grín að nýlegum ummælum tenniskappans Novak Djokovic um bólusetningar. Djokovic veitti sitt fyrsta viðtal eftir að honum var vísað úr landi í Ástralíu fyrir opna ástralskamótið í tennis. 

Í viðtalinu sagðist Djokovic „ekki vera andstæðingur bóluefna, en að hann myndi fórna bikurum ef honum yrði sagt að bólusetja sig“. Djokovic var vísað frá Ástralíu vegna þess að hann er ekki bólusettur við kórónuveirunni og dugði vottorð um fyrra smit ekki til. 

Flugfélagið Ryanair birti skjáskot af frétt BBC um viðtalið og skrifaði: „Við erum ekki flugfélag, en við fljúgum flugvélum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert