Skógarböðin sögð lofa góðu

Skógarböðin hafa vakið athygli í fjölmiðlum erlendis.
Skógarböðin hafa vakið athygli í fjölmiðlum erlendis. Tölvuteikning/Basalt Arkitektar

Ferðavefur bandaríska vefmiðilsins CNN, CNN Travel, fjallaði á dögunum um Skógarböðin sem nú rísa við rætur Vaðlaheiðar í Eyjafirði. Eru Skógarböðin lofuð og þau sögð einfaldlega mögnuð. 

Skógarböðin hafa vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum undanfarnar vikur en ferðatímaritið Travel + Leisure fjallaði um þau á dögunum. Samkvæmt umfjöllun CNN Travel opna þau í apríl á þessu ári. 

Skóga­böðin eru hönnuð af Basalt arki­tekt­um sem einnig hönnuðu Bláa lónið og Sjó­böðin á Húsa­vík. Þau eru staðsett við ræt­ur Vaðlaheiðar, aust­an meg­in í Eyjaf­irðinum.

Til­koma þeirra er sér­stök en þegar borað var fyr­ir Vaðlaheiðargöng­um árið 2014 streymdi út heitt vatn og streym­ir enn. Ákveðið var að nýta þetta óvænta tæki­færi til þess að byggja upp Skóg­ar­böðin. Frá því vatnið tók að streyma úr heiðinni hef­ur það notið mik­illa vin­sælda hjá ís­lensk­um ferðamönn­um að skella sér í spræn­una sem renn­ur út í sjó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert