Í þáttunum Inventing Anna á Netflix er fjallað um svikadrottninguna Önnu Sorokin, eða Önnu Delvey eins og hún kaus að kalla sig. Delvey hélt aðallega til á fínum hótelum og klæddist fínustu tískumerkjum þrátt fyrir að hún hafi ekki átt efni á því. Ákveðin vendipunktur á sér stað þegar Delvey og vinir heimsækja hótel í Marokkó.
Um er að ræða hótelið La Mamounia í Marrakech. Hótelið er til í alvöru og var það valið það besta í heimi og það besta í Afríku af ferðatímariti Condé Nast árið 2021 að því fram kemur á heimasíðu hótelsins. Hótelið er glæsilegt í alla staði, garður til þess að gleyma sér í, heilsulindir og fjórir dýrindis veitingastaðir svo etthvað sé nefnt.
Hótelið er eitt það besta í heimi og að sjálfsögðu ekki ódýrasta herbergið. Dvölin kostaði 62 þúsund Bandaríkjadali í þáttunum sem eru rúmlega 7,7 milljónir íslenskra kóna á gengi dagsins í dag. Fram kemur á vef Today að kostnaðurinn sé nálægt raunverulegum kostnaði. Ódýrasta herbergið kostar um 3.300 Bandaríkjadali fyrir fjórar manneskjur.