Sjáðu einkaþotur stórstjarnanna

Einkaþotur stjarnanna eru ekkert slor.
Einkaþotur stjarnanna eru ekkert slor. Ljósmynd/Pexels/Redrecords

Ríka og fræga fólkið í Hollywood býr ekki við bág kjör heldur er það meira en reiðubúið til að láta fullt af fjármunum af hendi til að eignast lúxus einkaþotur. Stórstjörnur á borð við Kylie Jenner, Drake, Jennifer Lopez og Beyoncé, svo einhverjar séu nefndar, hafa ekki svigrúm til að stóla á almennar flugsamgöngur og einfalda því líf sitt með fjárfestingum á flota einkaþotna.

Hér að neðan má sjá myndir af einkaþotum heimsfrægra Hollywood–stjarna sem fréttamiðillinn The Sun tók saman.

Drake

Tónlistarmaðurinn Drake keypti sér stóra Boeing 767 einkaþotu árið 2019. Þotan er merkt honum í bak og fyrir svo það fer ekki framhjá neinum þegar Drake flýgur um háloftin frá einum áfangastað til annars. 

Vélin er búin öllum helstu þægindum en farþegarýmið er ekkert í líkingu við það sem almenningur þekkir. Stór og rúmgóð setustofa og svefnherbergisaðstaða eru aðal svæði vélarinnar en Drake ferðast oft um á nóttu til og þá er gott að eiga möguleika á að halla höfði. Leðursæti og sterkbyggð borð úr harðvið setja gæðastimpil á rýmið og fullkomna stemninguna.

Einkaþotan hans Drakes er merkt honum í bak og fyrir.
Einkaþotan hans Drakes er merkt honum í bak og fyrir. Ljósmynd/Instagram
Hér má sjá hvernig þotan lítur út að innan. Þarna …
Hér má sjá hvernig þotan lítur út að innan. Þarna væri aldeilis hægt að halda gott teiti. Ljósmynd/Instagram

Kylie Jenner 

Athafnakonan Kylie Jenner er fyrst afkomenda Kardashians–fjölskyldunnar til að splæsa í einkaþotu. Lét hún slag standa og fjárfesti í einni slíkri fyrir heimsfaraldurinn og hefur þotan gert heilmikið gagn síðan. Til að mynda hélt hún upp á 23 ára afmæli sitt um borð í þotunni í ágúst á síðasta ári. 

Jenner hefur bleikt þema um borð í vélinni. Öll lýsing er bleik og einnig allir smáhlutir, líkt og teppi og koddar. Gefur bleiki liturinn ákveðinn sjarma í bland við dökka hnotuna sem prýðir innréttingarnar um borð. Sætin í farþegarýminu eru ljós en rýmið er ansi rúmgott. 

Tvö salerni er að finna í vélinni ásamt leikherbergi, sem ætlað er til afþreyingar á meðan á flugi stendur. 

Það væsir ekki um Kylie Jenner um borð í vélinni.
Það væsir ekki um Kylie Jenner um borð í vélinni. Skjáskot/Instagram
Bleikt þema er um borð í vélinni hjá Jenner.
Bleikt þema er um borð í vélinni hjá Jenner. Skjáskot/Instagram

Dwayne Johnson

Leikarinn Dwayne Johnson á hraðskreiðustu einkaþotuna en þó ekki þá dýrustu. Vélin tekur allt að tíu farþega í sæti og hefur Johnson gefið leyfi fyrir gæludýrum um borð í þotunni, enda eru gæludýrin hans afar víðförul. 

Þotan hans Johnsons er teppalögð í hólf og gólf og er helst notast við jarðliti á innréttingum og gólfefni. Vélin er af tegundinni Gulfstream G650 og er sögð hafa kostað hátt í 65 milljónir Bandaríkjadali.

Það fer vel um okkar mann um borð í hraðskreiðustu …
Það fer vel um okkar mann um borð í hraðskreiðustu einkaþotunni. Skjáskot/Instagram

Jennifer Lopez

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez kæmist varla allra leiða sinna ef hún hefði ekki fest kaup á einkaþotu hér á árum áður. Þotan er einstaklega vel útbúin og heimilisleg enda hefur Lopez ferðast yfir hálfan hnöttinn með börn sín með í för síðustu ár. 

Innréttingar og gólfefni þotunnar hafa nýtískulegt yfirbragð þar sem ljóslituð og leðurklædd sæti og svört borð eru einkennandi. Sætin eru einstaklega rúmgóð og þægileg þar sem þau rúma næstum tvær manneskjur hvert um sig. Þá er einnig góð svefnaðstaða um borð þar sem hægt er að leggjast til hvílu á meðan á fluginu stendur.

Jennifer Lopez fyrir utan einkaþotuna sína.
Jennifer Lopez fyrir utan einkaþotuna sína. Skjáskot/Instagram
Börnin njóta vellystinga móður sinnar.
Börnin njóta vellystinga móður sinnar. Skjáskot/Instagram

Beyoncé og Jay Z

Tónlistarhjónin Beyoncé og Jay Z eiga einkaþotu af tegundinni Bombardier Challenger 850 Learjet sem Beyoncé gaf eiginmanni sínum að gjöf árið 2012. Þessi þota er ein þeirra stærstu af þessari tegund en fjölskyldan öll, þau hjónin ásamt börnum sínum þremur, ferðast mjög oft saman um borð í þotunni.    

Um borð er stórt svefnrými en áætlað er að allt að sjö manns geti sofið um borð í vélinni á sama tíma. Tvö salerni eru um borð og einnig fullbúið eldhús. 

Beyoncé og Jay Z um borð í vél sinni.
Beyoncé og Jay Z um borð í vél sinni. Skjáskot/Instagram
Lúxusinn í hámarki hjá Beyoncé.
Lúxusinn í hámarki hjá Beyoncé. Skjáskot/Instagram

Céline Dion

Söngkonan Céline Dion hefur lengi ferðast um heiminn á einkaþotu. Þotan hennar er sögð hafa kostað 42 milljónir Bandaríkjadali en hún er af tegundinni Bombardier 700 Global Express XRS. 

Um borð eru ýmis konar rými og að minnsta kosti þrjú salerni. Sætin í farþegarýminu eru hágæða smíði, leðurklædd og rafknúin. Fullbúið eldhús er um borð og matseðill sem er Dion að skapi. Rekstur þotunnar nemur mörgum milljónum á ári.

Céline Dion að snæðingi um borð.
Céline Dion að snæðingi um borð. Skjáskot/Instagram
Söngdívan hefur lengi ferðast um á einkaþotu.
Söngdívan hefur lengi ferðast um á einkaþotu. Skjáskot/Instagram



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert