Ráfaðu um eins og Louboutin í Lissabon

Christian Louboutin þekkir Lissabon eins og lófan á sér enda …
Christian Louboutin þekkir Lissabon eins og lófan á sér enda býr hann að hluta til í borginni. AFP

Franski skóhönnuðurinn Christian Louboutin heldur heimili í Lissabon en hann á þrjú hús í Portúgal og segir borgina vera í miklu uppáhaldi. Maðurinn á bak við pinnahælana með rauðu sólunum sagði frá leyndardómum borgarinnar í viðtali á vef Condé Nast Traveller.

Íslendingar geta flogið beint frá Keflavík til Lissabon en Play hefur flug þangað í vor. Tilvalið er að feta í fótspor Louboutin í Lissabon sem mælir með strigaskóm í borginni. Skóhönnuðurinn segir borgina sleipa eins og skíðabrekku. 

Hinn fullkomni dagur í Lissabon að mati Louboutin fer eftir því hvaða vikudagur er. Á laugardögum stoppar hann á flóamarkaðnum Feira da Ladra. Annars byrjar hann góða daga á dögurð við ánna Tagus. Eftir það gengu hann heim til sín heim og leyfir sér að gleyma sér í borginni. „Lissabon er frábær til þess að ráfa í, það getur tekið mig meira en tvo tíma að komast heim af því það er svo margt að sjá, sérstaklega við Chiado-torgið,“ segir hönnuðurinn. Hann segist elska gamla skartgripi og uppboðssölur sem selja gamla muni í borginni. Sjálfur keypti hann flest sín húsgögn hjá uppboðshúsinu Palácio Do Correio Velho. 

Litlu gulu sporvagnarnir eru áberandi í götumynd Lissabon.
Litlu gulu sporvagnarnir eru áberandi í götumynd Lissabon. Ómar Óskarsson

Í Lissabon er að finna margar kirkjur og segist Louboutin vera duglegur að stoppa og skoða kirkjurnar. Igreja de São Roque og Convento dos Cardaes eru í uppáhaldi hjá hönnuðinum vegna þess hversu kaþólski stíllinn skín í gegn. „Það var jarðksjálfti á 19. öld sem eyðilagði stóran hluta af borginni og það hefur ekki allt verið endurbyggt. Í sumum tilfellum er ytra byrðið eins en ekkert annað, rétt eins og í Igreja de São Domingos sem er reyndar í uppáhaldi hjá mér. Ég er mjög ánægður ferðamaður þar.“

Útsýnisstaðurinn Miradouro de São Pedro de Alcântara, með útsýni yfir …
Útsýnisstaðurinn Miradouro de São Pedro de Alcântara, með útsýni yfir Baixa að kastalanum Castelo de Sao Jorge sem gnæfir yfir Alfama hverfið. Ómar Óskarsson

Louboutin segir Portúgala tala mikið um mat rétt eins og Frakka og er markaðurinn Mercado da Ribeira í uppáhaldi hjá honum. Ásamt því að kaupa matvöru er hægt að setjast niður og borða á veitingastöðum á markaðnum. Hann mælir með veitingastaðnum Santa Clara dos Cogumelos en þar er lagt áherslu á sveppi í matreiðslunni. 

Mörgum gömlum húsum hefur verið breytt í söfn. Hönnuðurinn mælir með Museu da Cidade sem hann segir ótrúlegan stað með fallegum garði. The Museu Nacional de Arte Antiga er annað listasafn sem hann mælir með. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka