Íslandsferð stórstjarna vekur heimsathygli

Leikkonurnar Maude Apatow, Anna Kendrick og íþróttafréttakonan Taylor Rooks á …
Leikkonurnar Maude Apatow, Anna Kendrick og íþróttafréttakonan Taylor Rooks á Íslandi. Skjáskot/Instagram

Hollywoodstjörnurnar Anna Kendrick og Maude Apatow voru staddar á Íslandi nýlega ásamt fríðu föruneyti. Hópurinn fór meðal annars í fjórhjólaferð, fór í Bláa lónið, skoðaði Skógafoss og kíkti við í Reynisfjöru. 

Kendrick er meðal annars þekkt fyrir leik sinn í Pitch Perfect en Apatow fyrir leik sinn í hinum vinsælu Euphoria þáttum. Vinskapur þeirra hefur vakið töluverða athygli og skrifaði miðillinn E! frétt um ferð þeirra til Íslands. Kemur þar fram að það hefur vakið athygli að hin 36 ára gamla Kendrick og hin 24 ára gamla Apatow séu vinkonur. Aðdáendur þeirra fá ekki nóg af ferðalagi þeirra í snjónum. 

Leikkonan Apatow er af frægu fólki komin en foreldrar hennar eru hjónin Judd Apatow kvikmyndagerðarmaður og Leslie Mann grínleikkona. Mann skrifaði athugasemd við mynd af dóttur sinni þegar hún birti mynd af sér í fjórhólaferð. 

Fleiri voru í ferðinni með þeim Kendrick og Apatow. Meðal þeirra voru íþróttafréttakona, framleiðandi og handritshöfundur. Ekki er vitað hvort að hópurinn hafi einungis verið í skemmtiferð saman eða eitthvað meira hafi legið að baki.

View this post on Instagram

A post shared by Maude Apatow (@maudeapatow)

View this post on Instagram

A post shared by Taylor Rooks (@taylorrooks)

View this post on Instagram

A post shared by Taylor Rooks (@taylorrooks)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka