Stundum langar mann í ferðalag en enginn er laus. Hvað gerir maður þá? Á að fresta ferðinni eða halda sínu striki og ferðast einn. USA Today tók saman ferðaráð fyrir þá sem kjósa að ferðast einir.
1. Lærðu að meta eigin félagsskap. Njóttu þess að vera einn með sjálfum þér því þá er ólíklegra að þú lendir í slæmum félagsskap erlendis.
2. Ákveddu fyrirfram hvað það er sem þú vilt þegar kemur að gistingum. Á móttakan að vera opin allan sólarhringinn með gæslu? Viltu deila sameiginlegum rýmum eða ekki?
3. Það er í lagi að vera stressaður yfir því að ferðast einn. Reyndu samt að upplifa allt það góða sem ferðalagið hefur í för með sér og reyndu að vaxa sem manneskja.
4. Ekki fara hátt með að þú sért að ferðast einn/ein.
5. Ekki drekka of mikið svo að lítið fari fyrir almennri skynsemi.
6. Lærðu helstu frasa til þess að bjarga þér í landinu.
7. Ferðalangar hafa mælt með löndum á borð við Japan, Þýskaland, Ítalía, Holland, Írland og Bretland sem lönd sem gott er að ferðast um einn í.
8. Segðu alltaf einhverjum hvar þú ert hverju sinni.
9. Reyndu að líta ekki út fyrir að vera ferðamaður.
10. Ef þú týnist, farðu inn á næsta kaffihús og reyndu að ná áttum þar. Ekki ráfa um götur og líta út fyrir að vera villtur. Þá gætirðu gefið höggstað á þér.
11. Ekki birta hvar þú ert á samfélagsmiðlum fyrr en eftir að þú ert farin þaðan.