Furðulegar játningar flugliða

Öll erum við vön vinalegum og hjálpsömum flugliðum, en stundum …
Öll erum við vön vinalegum og hjálpsömum flugliðum, en stundum er ekki allt sem sýnist. Reuters

Flugliðar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Þeir þurfa að umgangast mikið af fólki og sýna sínar bestu hliðar. Sumir hafa í gegnum árin þróað með sér óvenjulegar aðferðir sem þeir nota óspart í vinnunni til þess að takast á við vinnudaginn.

„Í hvert sinn sem ég þurfti að ganga vélina á enda til þess að fá mér hádegismat þá stöðvaði mig alltaf einhver farþegi á leiðinni. Ég greip því til þess ráðs að klæðast plasthönskum og setja kókdós í ælupoka. Allir héldu að ég væri að halda á poka af ælu og þannig gat ég gengið flugvélina á enda óáreittur,“ sagði James fyrrverandi flugliði í áströlsku útvarpsviðtali. 

Þetta var ekki það eina sem flugliðinn gerði reglulega. Hann kvaðst gjarna segjast ætla að koma aftur til að aðstoða en gerði það ekki.

„Ef flugliði segir við þig að hann komi strax aftur, þá einfaldlega líkar honum ekki við þig.“

Þá segir hann að allir ættu að forðast að tala við flugliða sem virðist vera að ganga um farþegarýmið án sýnilegs tilgangs. „Flugliðar eru þá líklega að leysa vind. Þeir forðast nefnilega að leysa vind í þeirra eigin rými þar sem þar verja þau mestum tíma sínum. Af tillitssemi við samstarfsfólk sitt þá leysa þeir vind annars staðar í vélinni, helst nær þeim farþegum sem þeim líkar ekki vel við. Þeir ganga hægt fram og til baka og þykjast vera að huga að smáatriðum eins og hvort hólfin yfir sætunum séu tryggilega lokuð.“

Önnur vísbending um hvort flugliði líki vel við farþega má sjá á hvernig drykkur er borinn fram. Ef mjög mikill klaki er í áfenginu þá líkar þeim ekki vel við farþegann.“

Shawn Kathleen, fyrrum flugfreyja sem rekur Instagram reikninginn Passenger Shaming sagðist stunda þetta líka. Í viðtali við Yahoo sagðist hún gjarna taka glas, fylla það af klökum og hella kannski örfáum sopum af safa eða gosi í glasið. Stundum sem samsvaraði tveimur matskeiðum af vökva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert