Ragnhildur Sveinsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson eru stödd á Maldíveyjum þar sem þau fagna 50 ára afmæli hans þann 10. mars.
Ragnhildur er ein þekktasta fótboltamóðir landins en hún er móðir Guðjohnsen-drengjanna sem eru að gera það gott í boltanum. Guðmundur Örn er fjárfestir og oft nefndur á nafn í tengslum við olíufélagið Skeljung.
Hún er búsett á Spáni en Guðmundur er búsettur í Arnarnesi en saman eru þau dugleg að njóta lífsins út um allan heim. Ef einhversstaðar er hægt að hafa það gott þá er það á þessum eyjaklasa í Indlandshafi.