Nýja-Sjáland opnar á ný

Nýja-Sjáland opnar á ný í vor.
Nýja-Sjáland opnar á ný í vor. Ljósmynd/Pexels/Tim Grundtner

Stefnt er að því að bólu­sett­ir er­lend­ir ferðamenn geti ferðast aft­ur til Nýja-Sjá­lands frá og með apríl. Strang­ar regl­ur hafa verið í gildi á landa­mær­um lands­ins allt frá því heims­far­ald­ur­inn hófst í mars 2020.

„Það fyll­ir mig stolti að segja frá því að Nýja-Sjá­land er á þess­um tíma­punkti að verða ör­uggt land fyr­ir ferðamenn,“ sagði Jac­inda Ardern í gær þegar hún til­kynnti um aflétt­ing­arn­ar. 

Ástr­alsk­ir ferðamenn geta komið til lands­ins án þess að fara í sótt­kví frá og með apríl, og ferðamenn frá fjölda annarra ríkja mega gera slíkt hið sama frá og með 1. maí. Áður var ráðgert að sótt­kví­in yrði ekki af­num­in fyrr en í júlí. Sótt­kví ferðamanna sem koma frá Kína og Indlandi verður ekki af­num­in strax og er ekki gert ráð fyr­ir að það verði gert á næst­unni.

Það sem af er far­aldr­in­um hafa er­lend­ir ferðamenn þurft að fara í tveggja vikna sótt­kví við kom­una til lands­ins, bólu­sett­ir eða ekki. Þurftu ferðamenn að sæta sótt­kví á rík­is­rekn­um hót­el­um. Hef­ur það því ekki heillað marg­an ferðamann­inn að skella sér til Nýja-Sjá­lands þrátt fyr­ir að heim­ur­inn hafi opn­ast smátt og smátt und­an­farna mánuði. 

Fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu hafa komið illa út úr far­aldr­in­um líkt og ann­ars staðar í heim­in­um, en fyr­ir far­ald­ur­inn var grein­in sú arðbær­asta. 

3,9 millj­ón­ir heim­sóttu landið árið 2019 áður­inn far­ald­ur­inn hófst.

Árang­ur Nýja-Sjá­lands í bólu­setn­ing­um er einn sá besti í heimi. Hafa um 95% þjóðar­inn­ar fengið tvo skammta. Ómíkron af­brigðið er ríkj­andi í land­inu um þess­ar mund­ir og greind­ust yfir 21 þúsund manns á þriðju­dag­inn síðasta. Aðeins 117 hafa lát­ist af völd­um veirunn­ar frá upp­hafi far­ald­urs, sem þykir nokkuð ágætt þar sem rúm­ar fimm millj­ón­ir búa í land­inu. 

„Nýja-Sjá­land er ör­ugg­ur staður til að heim­sækja, og við erum til­bú­in til að bjóða ykk­ur aft­ur vel­kom­in,“ sagði Ardern í ræðu sinni. 

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jac­inda Ardern, for­sæt­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert