Dvaldi á rándýru heilsuhæli

Það væsti ekki um Charlene prinsessu á heilsuhælinu í Sviss.
Það væsti ekki um Charlene prinsessu á heilsuhælinu í Sviss. AFP

Charlene prinsessa er sögð hafa dvalið á heilsuhæli í Sviss þar sem vikan kostar 43 þúsund evrur eða um 6 milljónir íslenskra króna. Prinessan dvaldi þar í fjóra mánuði.

Heimildir herma að prinsessan hafi dvalið á heilsuhælinu Clinic les Alpes sem er nálægt Montreaux í Sviss. Samkvæmt þýskum fjölmiðlum þykir heilsuhælið eitt það besta þegar kemur að andlegri heilsu og fíknisjúkdómum.

Samkvæmt auglýstri verðskrá er boðið upp á meðferð sem sérsniðin er að þörfum hvers einstaklings og kostar vikan 6 milljónir en boðið er upp á sólarhringsþjónustu og sérhannaða íbúð.

Á heilsuhælinu er allt til alls, sundlaugar, spa, bókasafn auk sérfræðinga sem allir eru fremstir í sínu fagi. Prinsessan hefur átt við erfið veikindi að stríða og fannst rétt að fara í hvíldarinnlögn á heilsuhæli vegna mikillar þreytu og vanlíðunar. Mikil leynd hefur þótt ríkja um heilsufar prinsessunnar og konungslegir ráðgjafar hafa gagnrýnt Albert prins fyrir að viðhalda leyndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert