Flugfreyjustarfið er bæði skemmtilegt og krefjandi. Flugfreyja sem flaug um loftin blá hjá stóru flugfélagi greindi frá nokkrum atriðum sem hún saknar við starfið á vef Insider. Hún saknar ekki bara að komast reglulega til nýrra staða heldur líka flugfreyjubúningsins.
Frí flug
Flugfreyjan fyrrverandi segist sakna þess að ferðast frítt með flugfélaginu sínu. Auk þess að fljúga frítt með vinnuveitenda sínum fékk hún afslátt hjá samstarfsflugfélögum. Vinir og vandamenn nutu einnig fríðindanna.
Hótelin
Í lengri flugum varð flugfreyjan að gista á áfangastöðum flugfélagsins. Hún segir að hótelin sem hún gisti á hafi alltaf verið mjög fín eða þriggja til fimm stjörnu hótel. Hótelin voru nálægt miðbænum þar sem stutt var í veitingastaði og samgöngur.
Sveigjanlegur vinnutími
Flugfreyjan fyrrverandi segist aldrei hafa verið í eins sveigjanlegu starfi. Á meðan sumir tóku styttri flug og flugu út og til baka voru aðrir sem fóru í lengri flug og gistu á áfangastöðunum.
Réttindi
Flugfreyjan fannst vel hugsað um réttindi sín og samstarfsfélaga sinna í fluggeiranum. Hún minntist til að mynda sérstaklega á fæðingarorlofið sem henni fannst til fyrirmyndar.
Leið vel á flugvöllum
Konunni leið vel á flugvöllum enda eyddi hún miklum tíma á þeim í starfinu. Henni fannst ansi gott að komast fram hjá langri biðröð í öryggisleit á flugvöllunum.
Búningurinn
Flugfreyjubúningurinn hafði sína kosti að mati konunnar en hún upplifði sig eins og stórstjörnu þegar hún klæddist vinnufötunum.