Lengstu flugleiðir í heimi

Það tekur 18 klukkustundir og 7 mínútur að fljúga lengstu …
Það tekur 18 klukkustundir og 7 mínútur að fljúga lengstu flugleið heims. Ljósmynd/Pexels

Ný-Sjálenska flugfélagið Air New Zealand tilkynnti á dögunum að félagið stefndi að því að því að taka upp nýja flugleið í leiðakerfi sitt í september á þessu ári. Beint flug frá Auckland í Nýja-Sjálandi alla leið til New York borgar í Bandaríkjunum. Leiðin er 14.207 kílómetra löng og verður fjórða lengsta flugleið í heimi. 

Með tækniframförum síðustu áratuga hafa flugvélar geta flogið lengra, og lengra í einu. Lengstu flugleiðirnar í dag eru allt upp í 18 klukkustunda langar og fara frá Asíu til Bandaríkjanna og frá Evrópu til Ástralíu. 

Sumir kjósa eitt langt flug í stað nokkurra litla en vinsælt er að stoppa í Katar eða Dúbaí þegar flogið er frá Evrópu til Asíu. Hér er listi yfir lengstu flugleiðir heims um þessar mundir. 

1. Singapúr til New York

15.348 kílómetrar - 18 klukkustundir og 7 mínútur

2. Auckland til Doha 

14.535 kílómetrar - 16 klukkustundir og 30 mínútur

3. Perth til London

14.498 kílómetrar - 16 klukkustundir og 45 mínútur

4. Auckland til Dúbaí 

14.200 kílómetrar - 17 klukkustundir og 12 mínútur

5. Los Angeles til Singapúr

14.113 kílómetrar - 16 klukkustunduir og 53 mínútur

6. Houston til Sydney

13.833 kílómetrar - 17 klukkustundir og 30 mínútur

7. Dallas/Fort Worth til Sydney

13.804 kílómetrar - 17 klukkustundir og 15 mínútur

8. San Francisco til Singapúr

13.592 - 17 klukkustundir og 5 mínútur

9. Jóhannesarborg til Atlanta

13.581 - 16 klukkustunduir og 35 mínútur

10. Dúbaí til Los Angeles

13.399 kílómetrar - 16 klukkustundir og 15 mínútur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert