Bandaríski leikarinn Ezra Miller var handtekinn á mánudagsmorgun þar sem hán var statt á bar á Havaí. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Miller kemur sér í vandræði á bar þar sem hán er í fríi. Hán gerði slíkt hið sama á Prikinu fyrir nokkrum árum.
Stjarnan var á karókíbar á sunnudagskvöldið á eyjunni Hilo. Miller byrjaði að öskra svívirðingar á fólk sem söng á karókístaðnum. Á einum tímapunkti tók Miller hljóðnema konu í miðju lagi og réðst á mann í pílu. Miller róaðist ekki og var hán handtekið rétt eftir miðnætti. Hán var látið laust gegn tryggingu.
Leikarinn sem leikur í Fantastic Beasts-myndunum og Justice League var mikið á Íslandi á tímabili. Í kjölfar fréttarinnar rifjaði vefmiðillinn Page Six upp atvik þegar Miller komst í fréttir fyrir uppþot á Prikinu árið 2020.