Ferðalög flestra Íslendinga sem hafa náð 20 ára aldri hefjast þegar þeir taka fyrsta sopann af einum ísköldum á Loksins bar. Nú er þessi hefð að líða undir lok og margir í áfalli. Notendur Twitter tjáðu sig um frétt Morgunblaðsins í morgun en þá var greint frá því að Loksins bar í Leifsstöð væri að loka ásamt Joe and the Juice og Nord.
Loksins bar gerði tilraun til þess að róa æsta viðskiptavini í morgun og setti tilkynningu á Facebook-síðu sína. „Verum alveg róleg. Þetta er ekki að fara að gerast á næstu mánuðum. Við erum með galopið og hlökkum til að fá ykkur í hús,“ stendur á Facebook-síðu Loksins.
Einhverjir hafa verið í góðri aðlögun þar sem fæstir hafa farið jafn oft til útlanda og vanalega upp á síðkastið sökum kórónuveirunnar. Rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir þóttist að minnsta kosti vera búin að gleyma því hvar Leifsöð væri staðsett.
Hvað er Loksins? Hvað eru útlönd? Ég man ekki einusinni hvar Leifsstöð ER. https://t.co/6S8t1r6ZiN https://t.co/E3X1eYZDUS via @mblfrettir
— Hildur Knútsdóttir (@hildurknuts) March 30, 2022
Sagnfræðingur Stefán Pálsson velti því fyrir sér hvort að þessar aðgerðir væru til þess að draga úr óhóflegri ferðagleði eftir kórónuveirufaraldurinn.
https://t.co/K5xKaM8AbE - Eru þetta mótvægisaðgerðir til að draga úr óhóflegri ferðagleði eftir Covid? Er í raun hægt að segja að maður fari til útlanda án stopps á Loksins?
— Stefán Pálsson (@Stebbip) March 30, 2022
Arnar Guðmundsson benti á lokun Loksins ætti eftir að koma niður á efni fólks á Instagram.
Jæja þá getum við loksins hætt að tala um Will Smith. Sorgardagur fyrir instagram story okkar allra 🥺 pic.twitter.com/vSfiL2kjHD
— Arnar Guðmundsson (@narrigumm) March 30, 2022
Annar Twitter-notandi trúði því ekki að barinn væri að loka áður en hún hefði aldur til að versla á barnum.
ég trúi ekki að loksins sé að loka áður en ég hef aldur til að fá mér bjór á flugvellinum💔
— jóhuld🦔 (@johuld) March 30, 2022
Það eru greinilega ekki allir sem syrgja Loksins.
Ég stoppa nánast aldrei á Loksins. Er ég að gera þetta vitlaust?
— Sveinn Birkir (@sveinnbirkir) March 30, 2022